Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Þorri og Þura Tjaldferðalagið
3,690 ISK
Höfundur Agnes Wild, Bergrún Íris myndskreytti
Sólin skín og álfarnir Þorri og Þura ætla í tjaldferðalag saman. Skyndilega kemur hellidemba en vinirnir finna lausn á því eins og öðru, enda láta þau ekkert stoppa sig í ævintýraleitinni.
Þorri og Þura hafa heimsótt leikskólabörn, komið fram á bæjarhátíðum og birst á skjám landsmanna.Þessir bráðskemmtilegu fjörkálfar eru nú orðnir að litríkum söguhetjum og bjóða lesendum með sér í óvenjulega útilegu.