Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Þrennt sem er frábært við þig

3,990 ISK

Höfundur Jill Mansell

Hallie á sér leyndarmál. Hún er ástfangin. En það er ást sem er ekki líkleg til að raungerast. Og vinir hennar ætla ekki að hjálpa henni því þeir vita að Hallie á ekki langt eftir …

Flo er í klípu. Hún er mjög hrifin af Zander en hin ógurlega systir hans má ekki til þess hugsa að þau séu saman …
Tasha stendur frammi fyrir vanda. Nýi kærastinn er áhættusækinn og hún óttast að það kunni að fara illa fyrir honum …

Hallie leggur af stað í ferðalag. Líffæragjafi hefur fundist og hún mun fá ný lungu. En hver er hann?
Töfrandi ný skáldsaga um ástina, ástarsorg og nýtt upphaf …

Enski verðlaunahöfundurinn Jill Mansell hefur selt meira en 13 milljónir eintaka af bókum sínum – og er óhætt að segja að hún sé einn allra vinsælasti höfundur ljúflestrarbóka í heiminum.

Snjólaug Bragadóttir þýddi.