Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Þriðja augað

4,990 ISK

Höfundur Guðni Reynir Þorbjörnsson

Rósa starfar sem miðill í Reykjavík. Á köldum vetrardegi í desember fær hún til sín viðskiptavin en honum fylgir lítill drengur sem vekur óhug.
Hver var drengurinn og hvað vill hann segja henni?
Spurningarnar leiða hana að afskekktum sveitabæ á Snæfellsnesi þar sem mæðgur létu lífið þegar þær köstuðu sér fram af fossi fyrir ofan bæjarstæðið og ekki er allt sem sýnist.
Eftir því sem Rósa nálgast sannleikann, þrengir hringurinn að – og hún áttar sig á að sumir andar leita ekki friðar... heldur réttlætis.