Aðalpersóna bókarinnar er höfundurinn sjálfur á ýmsum þroskastigum. Í kjölfar #metoo og eigin tilvistarglímu tekst hann á við kynjaumræðu samtímans. Nýjustu rannsóknum er teflt gegn aldagömlu tregðulögmáli. Höfundurinn mátar sjálfsmynd sína við þær áherslur sem nú eru efstar á baugi þegar kemur að karlmönnum, karlmennsku og samskiptum kynjanna.
Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Þú ringlaði karlmaður
6,990 ISK
Höfundur Rúnar Helgi Vignisson
„Slagkrafturinn leynir sér ekki í einstöku bókmenntaverki sem markar einnig tímamót á sviði samfélagsumræðu!“ – Birna Bjarnadóttir bókmenntafræðingur