Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Þung ský

2,990 ISK

Höfundur Einar Kárason

Þung ský er kynngimögnuð saga um hrikalegt slys við ysta haf og örlagaríkan björgunarleiðangur.

Einkennilegur drengur á afskekktum bæ er gagntekinn af öllu sem flýgur; fyrst fuglum loftsins, síðan stálfuglunum stóru sem sjást æ oftar yfir heimaslóðum hans. Á þungbúnum vordegi sér hann hvar stór farþegaflugvél birtist út úr skýjaþykkni og fólkið í gluggunum veifar. Síðar sama dag fréttist að vélin sé týnd.

Bændur leggja af stað til leitar og drengurinn með. Í nálægum firði hefur sést brak utan í fjalli og leitarmenn halda upp bratta hlíðina, drengurinn fremstur. Það sem mætir skilningarvitum hans uppi á hjallabrún er ólýsanlegt. En þar logar eitt lítið lífsins ljós sem hann má ekki láta slökkna.

Einar Kárason sló nýjan tón í Stormfuglum sem kom út 2018 og hefur notið hefur mikillar velgengni heima og erlendis. Hér fetar hann svipaða braut í sögu sem er lauslega byggð á sönnum atburði.