Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Tíminn á leiðinni
3,290 ISK
Höfundur Steinunn Sigurðardóttir
Að leggja af stað
alltaf
þegar nóttin hefur sungið sitt síðasta
fyrir mogunskímuna.
Á þeim tíma alltaf, við dögun, verður til hugmynd um nýjan veg.
Tíminn á leiðinni er ellefta ljóðabók höfuðskáldsins Steinunnar Sigurðardóttur. Meginstef hennar er tíminn sjálfur, ýmist gjöfull eða grimmur; kynslóðir sem koma og fara, árstíðir, upphaf og endalok – horft er bæði inn á við og út í heiminn, á náttúruna, lífið sjálft. Ljóðmálið er leikandi létt og hnitmiðað, myndir dregnar skýrum og oft óvæntum dráttum, kaldhæðni og djúp alvara vegast á í skörpum og kjarnmiklum ljóðum.