Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Tröllið hennar Sigríðar

1,990 ISK

Höfundur Tomi Ungerer

Vikum saman hafa börnin í bæjarfélaginu þurft að fela sig í trjábolum, tunnum og kjöllurum til að komast hjá því að lenda í gogginum á sísvöngum tröllkarli. Sigríður nefnist ung og ráðagóð stúlka. Hún er upprennandi listakokkur og býr í rjóðri í skóginum ásamt föður sínum. Þau hafa aldrei heyrt á tröllkarlinn minnst. Einn góðan veðurdag hittir hún hann fyrir og líf beggja breytist til frambúðar, þökk sé ráðkænsku og hugrekki Sigríðar.

Tomi Ungerer (1931–2019) var einn hugmyndaríkasti og mikilvirkasti barnabókahöfundur okkar tíma. Í Tröllinu hennar Sigríðar sýnir höfundurinn allar bestu hliðar sínar.

Sverrir Norland íslenskaði.