Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Veðrafjall

4,290 ISK

Höfundur Liza Marklund

Í miðjum Jónsmessufagnaði í bænum Stenräsk flýtur lík upp úr Köldumýri. Í fyrstu er talið að þetta sé lík eiginkonu lögreglustjórans Wikings Stormberg sem hafði horfið fyrir mörgum árum. En svo kemur í ljós að líkið er af karlmanni. Það hafði verið fest við botn mýrinnar með stiku í gegnum hjartað – eins og í vampírusögu.

Við rannsókn málsins hverfur Wiking á vit fortíðarinnar og sogast óvænt inn í eigin fjölskyldusögu þar sem ískyggileg leyndarmál opinberast fyrir honum í fyrsta sinn.

Mögnuð spennusaga um ofbeldi og þrár, kúgun og arðrán – á fólki jafnt sem náttúru.

Veðrafjall er sjálfstætt framhald metsölubókanna Heimskautsbaugur og Kaldamýri sem hlotið hafa einróma lof gagnrýnenda. Bókin kemur út í sama mund á öllum Norðurlöndum.

Verðlaunahöfundurinn Liza Marklund er óumdeild drottning norrænna glæpasagna. Bækur hennar hafa selst í yfir 23 milljónum eintaka og meðal annars komist í efsta sæti metsölulista New York Times.