Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Venjulegar konur - vændi á Íslandi

3,990 ISK

Höfundur Brynhildur Björnsdóttir

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Vændi viðgengst á Íslandi. Það er hvorki ný staðreynd né óvænt. Þótt leyfilegt sé að selja vændi hérlendis fylgir því mikil skömm og afleiðingarnar geta verið langvinnar og lífshættulegar.

Brynhildur Björnsdóttir ræðir við sex íslenskar konur sem hafa verið í vændi, konur sem bera sára reynslu sína ekki utan á sér en lýsa aðstæðum sem aldrei ættu að viðgangast. Jafnframt kannar hún fyrirbærið vændi í sögu og menningu, lítur yfir íslenska fjölmiðlaumfjöllun og lýsir hugmyndafræðilegum átökum í tengslum við lagasetningar, ræðir við fagfólk sem vinnur með þolendum og beinir kastljósinu að kaupendum, sem bera mestu ábyrgðina með því að viðhalda eftirspurninni.

Bókin er rituð að frumkvæði Evu Dísar Þórðardóttur, brotaþola