Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Víðerni - verndun hins villta í náttúru Íslands

5,890 ISK

Höfundur Þorvaldur Árnason

Víðerni marka náttúru Íslands mikla sérstöðu á heimsvísu. Villt náttúra fyrirfinnst enn í miklum mæli hérlendis og sú náttúra er jafnframt oft óvenjuleg og víða fágæt. Víðerni eru heimkynni og griðastaður hins villta í náttúrunni; svæði þar sem náttúrulegir ferlar, sjálfsprottnir og sískapandi, ráða ríkjum, óhamdir af mannlegum inngripum. Þeir ferlar eru uppspretta mikilvægustu gæða víðernanna – náttúruverðmætanna – en áframhaldandi tilvist víðerna skiptir einnig höfuðmáli fyrir manneskjuna, ekki síst vegna fegurðarinnar sem þar verður notið.

Í bókinni eru íslensk víðerni könnuð frá ólíkum sjónarhornum og leitað svara við helstu spurningum um þau: hvað víðerni eru í raun og veru, hvar þau fyrirfinnist á landinu, hvaða gildum þau búi yfir, hvernig hafi verið staðið að verndun þeirra og hvers vegna okkur beri að vernda víðerni.