Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Villuljós
4,490 ISK
Höfundur Mons Kallentoft
Bitur vetur í Linköping. Óleyst morðmál kemur á borð Malin Fors og félaga hennar í lögreglunni. Fyrir fimm árum hafði lík ungs drengs fundist á víðavangi. Nánast öll bein í líkama hans höfðu verið brotin. Enginn vissi hver hann var og rannsókn lögreglunnar miðaði lítt áleiðis. En dag einn hefur kona í Alsír samband og segist vera móðir drengsins.
Sem fyrr er Malin Fors þjökuð af eigin djöflum. Eftir því sem hún sogast dýpra í rannsókn málsins eru blekkingar á hverju horni. Ekkert virðist vera eins og það er við fyrstu sýn. Ógnin færist sífellt nær og ekki er alltaf ljóst hver er veiðimaðurinn eða bráðin.