Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Viltu finna milljón?

7,990 ISK

Höfundur Hrefna Björk Sverrisdóttir og Grétar Halldórsson

Flest eigum við meiri peninga en við höldum en skortir aðeins tækin og tólin til að finna þá.

Af hverju að gefa fyrirtækjum út í bæ tugi ef ekki hundruð þúsunda af tekjunum okkar á hverju ári ef að við getum auðveldlega komist hjá því? Er ekki betra að njóta peninganna sjálf og nota þá í eitthvað sem veitir okkur ánægju?

Viltu finna milljón? færir þér fjölmargar aðferðir sem settar eru fram á léttan og einfaldan hátt til að minnka kostnað og auka tekjur. Allt frá beinum aðgerðum í fjármálum yfir í að greina samskipti þín þegar kemur að peningum og peningapersónuleika þinn.

Í bókinni er að finna ráð til að auka tekjur auk upplýsinga um allt það helsta sem við kemur fjármálum t.d. fjármálauppeldi, lánum, peningahegðun og fjárfestingum auk viðtala við fjölda einstaklinga sem gefa góð ráð á sínum sviðum.

Bókin inniheldur jafnframt hundruði sparnaðarráða um allt sem við kemur okkar daglega lífi eins og rekstur heimilis, veislur, matarinnkaup, framkvæmdir, fatakaup, ferðalög, heilsu, samgöngur, tryggingar, kaup- og sölu fasteigna svo eitthvað sé nefnt.