Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Vinurinn

3,890 ISK

Höfundur Sigrid Nunez

Þegar rithöfundur missir skyndilega besta vin sinn og lærimeistara situr hún uppi með hundinn hans.

Hennar eigin sorg magnast við að horfa upp á hundinn þjást í hljóði, stóradana sem er harmi sleginn vegna óskiljanlegs hvarfs húsbónda síns. Þar við bætist óttinn við að vera borin út: Hundar eru nefnilega bannaðir í blokkinni hennar.

Vinir hennar telja að hún hafi misst tökin á tilverunni en hún vill ekki yfirgefa hundinn nema í örstutta stund í einu. Einangruð frá umheiminum og með þráhyggju gagnvart velferð hundsins er hún staðráðin í að lesa huga hans og hjarta.