Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Annað land er komin út - Von um bjartari framtíð í skugga fordóma

Annað land er komin út - Von um bjartari framtíð í skugga fordóma

Annað land segir frá hinum fjórtán ára Aleks. Hann dvelur ásamt fjölskyldu sinni í flóttamannabúðum í smábæ í Svíþjóð. Borgarastyrjöld geisar í heimalandi þeirra og þau eiga að baki langt og hættulegt ferðalag. Smám saman kynnist Aleks nýju fólki í nýju landi.

Baráttan innra með honum gerir honum þó erfiðara fyrir að fóta sig þar. Hann þarf að takast á við erfiða reynslu, fordóma og eigin hræðslu en eygir um leið von um bjartari framtíð.

Bókin veitir lesendum innsýn í hugarheim ungs drengs sem hefur mátt þola margt á stuttri ævi en líkt og mörg ungmenni í dag hefur hann þurft að flýja áður friðsælar æskustöðvar sínar og fóta sig í nýjum heimi. Hún er vel til þess fallin að opna umræðuna um málefni flóttafólks og þær áskoranir sem það glímir við fyrir unglinga og ungmenni. Höfundur bókarinnar er Håkan Lindquist og Ingibjörg Hjartardóttir þýddi. Salka gefur út.

18. maí 2016 eftir Anna Lea Friðriksdóttir