Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Lara

Þegar ég verð stór eftir Láru Garðarsdóttur komin út

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? 

Möguleikarnir eru óteljandi eins og Snær og kisan hans vita. Þau leggja af stað saman í ævintýralegt ferðalag og fljúga um himinhvolfin, binda bófa, heimsækja hallir og hitta meira að segja sjóræningja. Ímyndunaraflið færir þau heimsendanna á milli í leit að svarinu við spurningunni sem börn fá svo oft en er erfitt að svara. 

18. nóvember 2021 eftir Dögg Hjaltalín