Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Lara

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? 

Möguleikarnir eru óteljandi eins og Snær og kisan hans vita. Þau leggja af stað saman í ævintýralegt ferðalag og fljúga um himinhvolfin, binda bófa, heimsækja hallir og hitta meira að segja sjóræningja. Ímyndunaraflið færir þau heimsendanna á milli í leit að svarinu við spurningunni sem börn fá svo oft en er erfitt að svara. 

Lára Garðarsdóttir, höfundur Þegar ég verð stór er verðlaunaður rit- og myndhöfundur sem hefur einstakt lag á að fanga hugarheim barna og vekja athygli á fegurð hans.

Hér má lesa nánar um bókina: https://www.salka.is/products/thegar-eg-verd-stor

Þegar ég verð stór kápa

18. nóvember 2021 eftir Dögg Hjaltalín