Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Framúrskarandi dætur - Staða kvenna í Mið-Austurlöndum

Framúrskarandi dætur - Staða kvenna í Mið-Austurlöndum

Líf margra kvenna í Mið-Austurlöndum hefur breyst á undanförnum árum og fjöldi kvenna berst fyrir auknum réttindum. Staða þessara kvenna er til umfjöllunar í bókinni Framúrskarandi dætur sem nýlega kom út hjá Sölku.

Í tilefni útgáfu bókarinnar verður málþing um stöðu kvenna í Mið-Austurlöndum þann 16. maí kl.12:00 í Veröld, húsi Vigdísar. Frummælendur verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir og Þórir Jónsson Hraundal en þau hafa öll yfirgripsmikla þekkingu á málefnum Mið-Austurlanda.