Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Á leið til Nástranda
13,990 ISK
Höfundur Einar Már Jónsson
Á leið til Nástranda er stutt yfirlit yfir sögu kapítalismans og frjálshyggjunnar og jafnframt heimspekilegar rætur hvors tveggja, svo sem Darwinisma og kenningar um tungumál. Frásagan hefst á rannsókn Sherlock Holmes á dularfullu andláti frjálshyggjunnar nálægt aldamótunum 1900 en það hlutverk færist síðan yfir á hinn rússneska Basil fursta. Í bráðfjörugri skáldsögu fylgjumst við með andláti, upprisu og endurkomu hinnar látnu. Hinn görótti áróður frjálshyggjumanna gegn mannúð og jöfnuði fær að njóta sín með þeirra eigin orðum.
Tvö bindi í öskju.