Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Hauststormur

4,890 ISK

Höfundur Kristina Ohlsson

Kaupsýslumaðurinn Ágúst Strindberg flytur frá Stokkhólmi í lítinn bæ á vesturströnd Svíþjóðar, Hovenäset, til að hefja nýtt líf og láta gamlan draum um að opna nytjamarkað rætast. Kvöldið sem hann kemur skellur á óveður og Agnes Eriksson, dáður og vinsæll grunnskólakennari í bænum, hverfur sporlaust.

Rannsóknarlögreglukonan María Martinsson leiðir rannsókn á hvarfinu ásamt samstarfsmanni sínum, Ray Ray. Leitin að Agnesi gengur hægt og íbúar bæjarins eru sannfærðir um að málið tengist gömlu grimmdarverki sem eitt sinn átti sér stað í húsinu þar sem Ágúst býr. Hvað kom eiginlega fyrir Agnesi? Og hvers vegna getur Ágúst ekki losað sig við þá óþægilegu tilfinningu að hann hafi undir höndum lykilinn að lausn málsins?

 

Kristina Ohlsson er einn af vinsælustu metsöluhöfundum Svíþjóðar og bækur hennar hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Hauststormur er fyrsta bókin í nýjum bókaflokki með Ágúst Strindberg í aðalhlutverki. Æsispennandi atburðarás og óvæntar vendingar úr smiðju eins snjallasta spennusagnahöfundar Svía.

 

Nanna B. Þórsdóttir þýddi.