Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Dolly Parton - litla fólkið

3,490 ISK

Höfundur Maria Isabel Sánchez Vegara

Dolly litla ólst upp við söng nærri Reykjafjöllum í Tennessee. Hún átti ekki mikið af veraldlegum gæðum en hún naut góðs atlætis og hún var hæfileikarík. Að skóla loknum fluttist hún til Nashville, þar sem hún hugðist láta drauma sína um söng og tónlistarsköpun verða að veruleika. Dolly varð heimsþekktur tónlistarmaður en hún gleymdi aldrei uppruna sínum. Í dag nýtir hún auðlegð sína til þess að aðstoða fólk sem er hjálparþurfi. Þetta er saga einnar skærustu stjörnu Bandaríkjanna.