Drottningin af Galapagos
5,990 ISK
Höfundur Felix Bergsson og Kári Gunnarsson
Hér segir frá ævintýraferð systkinanna Freyju og Frikka til Galapagoseyja með pöbbum sínum. Þar dvelja þau um borð í bátnum Drottningunni af Galapagos ásamt ferðalöngum frá öllum heimshornum.
Brátt fara undarlegir atburðir að gerast og ljóst er að eitthvað gruggugt á sér stað um borð, eitthvað sem tengist sérstöku dýralífi eyjanna.
Freyja og Frikki finna dularfulla ferðatösku sem hverfur jafn harðan. Þau gera sér grein fyrir að það er ósvífinn þjófur um borð. Þeim er þó ekki trúað og því neyðast tvíburarnir til að leysa málin upp á eigin spýtur, án aðstoðar þeirra fullorðnu. Þá reynir virkilega á samheldni og samvinnu ungu spæjaranna. Smám saman fer myndin að skýrast en tekst þeim að koma upp um þjófinn í tæka tíð?
Ævintýri Freyju og Frikka: Drottningin af Galapagos er allt í senn stórskemmtileg, fyndin og spennandi.