Ekki fá þér hamstur
4,690 ISK
Höfundur Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Bragi Páll Sigurðarsson
Hræðilega skemmtileg saga fyrir krakka á öllum aldri. Hamstrar eru mjög sætir! Og alls ekki hættulegir! Tja, allir nema einn. Edda er nýflutt upp í sveit þegar hún eignast sætasta hamstur heims. En hann er frekar leiðinlegur. Og heldur fyrir henni vöku á nóttunni. Svo Edda gerir nokkuð mjög slæmt. Hún skilur búrið eftir opið svo hamsturinn týnist.
Stuttu síðar byrja að heyrast krafshljóð innan úr veggjunum. Og skrítnir hlutir fara að gerast. Fljótlega kemur í ljós að það er ekki allt sem sýnist í gamla húsinu í sveitinni.
Ekki fá þér hamstur er hræðilega skemmtileg saga fyrir krakka á öllum aldri. Um er að ræða fyrstu sögu í barnabókaseríu þar sem rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson skrifa um kynjaverur úr íslensku þjóðsögunum á nýstárlegan hátt fyrir nútímakrakka með myndlýsingum eftir Adda nabblakusk.