Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Hræðileg veisla
4,390 ISK
Höfundur Xavier Salomó og Meritxell Martí
Hér verður boðið upp á veislumat sem þú hefur aldrei séð áður! Þessi bók er bráðfyndin og hryllileg. Undir stórum flipum er hægt að sjá uppáhaldsrétti allra verstu skrímslanna úr uppáhalds ævintýrunum þínum! Hinn heimsfrægi matreiðslumeistari Leó Gúttó útbýr veislu sem svo sannarlega er við hæfi skrímslanna.
Enda eru þau stödd á þriggja svartstjörnu veitingastaðnum Svarta hvítlauknum. Hér verður boðið upp á veislumat sem þú hefur aldrei séð áður!
Lyftu flipunum og skoðaðu ömmubollurnar, sniglana (soðna úr eigin slími), prinsessuhálsa og allt hitt góðgætið. Gestirnir eiga þó eftir að verða hissa — því versti borðgesturinn er ekki enn mættur …