Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Lubbi eignast vin - Lesið með Lubba
2,990 ISK
Höfundur Þóra Másdóttir
Lítil mús laumast inn í hús þar sem ilmar allt af góðum mat. En inni í eldhúsinu er líka Jóna bóndi, kötturinn Púki, já og hundurinn Lubbi sem veit hvað hann þarf að gera!
Í bókinni Lubbi eignast vin er leitast við að hafa hljóðin sýnileg og táknrænar hreyfingar þeirra pry´ða síður bókarinnar. Vonast er til að táknrænu hreyfingarnar styðji við umskráningu og lestrartileinkun en þeim er ætlað að vera brú á milli málhljóða og bókstafa.
Bókin er unnin í tengslum við Verkefnabækur Lubba 13 eftir talmeinafræðingana Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur. Í fyrstu verkefnabókinni eru 12 málhljóð kynnt til sögunnar og verkefni unnin í tengslum við þau.