Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Lubbi og lömbin - Lesið með Lubba
2,990 ISK
Höfundur Eyrún Ísfold Gísladóttir
Lubbi á frí einn sólríkan dag og á meðan ætla vinir hans að passa Dúfu, Hosu, Mola og hin lömbin. En það er gott að liggja í grasinu og vinirnir gleyma sér litla stund.
Í bókinni Lubbi og lömbin er leitast við að hafa hljóðin sýnileg og táknrænar hreyfingar þeirra pry´ða síður bókarinnar. Vonast er til að táknrænu hreyfingarnar styðji við umskráningu og lestrartileinkun en þeim er ætlað að vera brú á milli málhljóða og bókstafa.
Bókin er unnin í tengslum við Verkefnabækur Lubba 13 eftir talmeinafræðingana Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur. Í fyrstu verkefnabókinni eru 12 málhljóð kynnt til sögunnar og verkefni unnin í tengslum við þau.