Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Taylor Swift - litla fólkið

3,490 ISK

Höfundur Maria Isabel Sánchez Vegara

Þegar Taylor Swift var barn varð hún hugfangin af kántrítónlist. Hana dreymdi um að koma fram og tók að semja sín eigin lög. Þegar hún hafði sungið árum saman á sviði náði hún samningi við útgáfufyrirtæki. Hjartnæmir textar hennar náðu til fólks og hún eignaðist aðdáendur vítt og breitt um heiminn. Frægðin reyndist ekki alltaf auðveld viðureignar en með því að leggja traust á sjálfa sig tókst Taylor að elta drauma sína.