Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Krakkajóga - einfaldar jógastöður fyrir hressa krakka

3,490 ISK

Höfundur Pajalunga, Lorena

Jóga veitir börnum bæði líkamlega og andlega vellíðan. Það bætir jafnvægi, styrk og þol og er einnig talið efla einbeitingu, sjálfstraust og námsárangur.

Krakkajóga kennir börnum á öllum aldri tuttugu mismunandi jógastöður skref fyrir skref og gerir þann forna lærdóm sem finna má í jógafræðunum skemmtilegan og auðveldan.

Krakkajóga er tilvalin bók fyrir börn á öllum aldri að lesa með forráðamönnum sínum. Það geta allir prófað sig áfram með mismunandi jógastöður og hafa ber í huga að æfingin skapar meistarann. Gott er að gera ráð fyrir nægum tíma til að fara í gegnum stöðurnar í bókinni og mikilvægt er að koma í veg fyrir utanaðkomandi áreiti á meðan lestri og æfingum stendur.  

Hægt er að gera allar æfingarnar á gólfinu en einnig er gott að vera með dýnu við hendina ef hún er til.

Bókin er eftir Lorena Pajalunga og teikningar eftir Anna Lang. Þýðendur eru Dögg Hjaltalín og Anna Lea Friðriksdóttir.