Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Lífsreglurnar fjórar

3,490 ISK 2,990 ISK

Höfundur Don Miguel Ruiz

Ráðum við hvernig við lifum – eða lifum við eins og samfélagið segir okkur? Erum við sátt við þær lífsreglur sem við förum eftir?

Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. Lífsspeki Tolteka-indjána er aldagömul en höfðar enn til fólks því hún byggir á klassískum gildum. Lífsreglurnar fjórar er leiðarvísir að uppljómun og persónulegu frelsi.

„Ef þessi bók breytir ekki lífi þínu, mun hún svo sannarlega bæta það og hjálpa þér að losna við gremju, eigingirni og önnur mein. - Páll Óskar, tónlistarmaður

Vertu flekklaus í orði. Talaðu af heilindum. Segðu aðeins það sem þú meinar. Passaðu að nota ekki orðið gegn þér eða til að slúðra um aðra. Beindu krafti orða þinna í átt að sannleika og kærleika. Ekki taka neitt persónulega. Ekkert sem annað fólk gerir er þín vegna. Það sem aðrir segja og gera er speglun af þeirra eigin veruleika, þeirra eigin hugarástandi. Þegar þú hættir að taka skoðanir og gjörðir annarra nærri þér, verðurðu ekki lengur fórnarlamb ónauðsynlegrar vanlíðunar. Ekki draga rangar ályktanir. Hafðu hugrekki til þess að spyrja spurninga og til að biðja um það sem þú raunverulega vilt. Hafðu samskipti þín við aðra skýr svo þú komist hjá misskilningi og sárindum. Þessi eina lífsregla getur breytt lífi þínu.