Barist fyrir veik hross
6,290 ISK
Höfundur Ragnheiður Jóna Þorgrímsdóttir
Á bújörð höfundar, Kúludalsá, sem er um 5 km vestan við Grundartanga í Hvalfirði, mælast fjórföld flúrogildi í beinum hrossa miðað við hross af ómenguðum svæðum.
Hér bjuggu foreldrar höfundar í hálfa öld með hross, kýr og sauðfé. Á jörðinni voru kjöraðstæður fyrir hross þ.e. fyrir daga álvers í grennd. Eftir mengunarslys 2006 sem haldið var leyndu fyrir íbúum tóku hross höfundar að veikjast og veikindin urðu viðvarandi.
Fyrirbærið „minimum of red tape“ gengur eins og rauður þráður gegnum frásögnina. Það birtist í sérstökum tilslökunum sem álverið nýtur svo sem að hald sjálft um alla þætti vöktunar vegna eigin mengunar og birta niðurstöður í meðaltölum sem fela háa mengunartoppa.
Leitað var hjálpar fyrir hrossin en viðbrögð eftirlitsstofnana líkjast tilraun til þöggunar.