Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Dagur þjóðar

4,990 ISK

Höfundur Páll Björnsson

Hvenær var farið að halda upp á 17. júní sem þjóðhátíðardag Íslendinga? Valið var ekki átakalaust því ýmsir dagar komu til greina eins og kynnt er í bókinni.

Í henni er rakið hvernig 17. júní varð að þjóðhátíðardegi Íslendinga með útihátíðarhöldum í helstu kaupstöðum landsins snemma á 20. öld en það gerðist einkum fyrir tilstilli fjölmennra grasrótarhreyfinga, eins og sjálfstæðis-, íþrótta-, ungmennafélags- og verkalýðshreyfinganna. Margir aðrir lögðu hönd á plóg, eins og til dæmis blöð og tímarit, atvinnurekendur, sem gáfu starfsfólki frí, og bæjarstjórnir sem beittu sér fyrir lokun verslana.