Jeppar í lífi þjóðar
14,990 ISK
Höfundur Örn Sigurðsson
Samgöngubylting varð á Íslandi um miðja síðustu öld þegar þúsundir Willys-jeppa streymdu að hliðum gömlu herjeppanna, og brátt renndu Landróverar og Rússa – jeppar í hlað. Síðar bættust við enn fleiri gerðir, Gipsy, Scout og Bronco, og loks fjölbreytt úrval japanskra jeppa. Jeppinn greiddi leiðir um klungur og torfærur, enda með drif á öllum hjólum, og færði ferðafrelsi jafnt að sumri sem vetri.
Jeppar í lífi þjóðar bregður lifandi ljósi á þennan merkilega en lítt kannaða kafla íslenskrar samgöngusögu í máli en þó aðallega 600 einstæðum ljósmyndum sem koma nú margar í fyrsta sinn fyrir almannasjónir. Þetta er ómissandi bók fyrir bílaáhugamanninn og raunar alla þá sem unna ferðum um úfið landið.
Örn Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir bílabækur sínar sem eru orðnar átta talsins, þar á meðal metsölubækurnar Króm og hvítir hringir, Bílamenning og Bílar í lífi þjóðar.