Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Segir mamma þín það?
5,990 ISK
Höfundur Guðjón Ingi Eiríksson
Þrátt fyrir að fréttir úr íslenska skólakerfinu séu oft og tíðum fremur neikvæðar þá gerist engu að síður margt skemmtilegt innan þess. Hér fá lesendur m.a. að vita: Hvað gerist á fengitímanum, af hverju hafnfirska stúlkan gat ekki bitið á jaxlinn, hvað er píslarvottur, af hverjum var góð skítalykt, hver átti hrafnana Flókni og Þókni, fyrir hvað skammstöfunin DHL stendur og er þá sárafátt upp talið í þessari bráðskemmtilegu bók sem svo sannarlega kitlar hláturtaugarnar.