Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Ísbirnir

8,690 ISK 6,990 ISK

Höfundur Sólveig Pálsdóttir

„Það var gripið fast um axlir hennar. Hún fann heitan másandi andardrátt við hálsinn. Klær klipu í holdið. Rispuðu og rifu í það. Sársaukinn var nístandi sár en Dagbjört streittist á móti af öllu afli. Hún var sterk, fann fyrir hverjum vöðva líkamans en allt kom fyrir ekki. Hrammarnir þrýstu henni niður, neglurnar boruðu sig inn fyrir húðina. Hún var keyrð niður í gólfið af villidýri.“

Það er órói í samfélaginu. Eitthvað slæmt liggur í loftinu. Þegar Dagbjört, samfélagsmiðlastjarna í blóma lífsins, hverfur sporlaust þarf Guðgeir að hafa sig allan við að leysa málið. Hver klukkustund telur og eftir því sem líður á rannsóknina rætist versta martröð lögreglunnar. Hvarf Dagbjartar er ekki einangrað tilvik. 

Ísbirnir er níunda bók Sólveigar Pálsdóttur en bækur hennar hafa komið út í nokkrum löndum og hlotið mikið lof. Sólveig hlaut Blóðdropann, hin íslensku glæpasagnaverðlaun, fyrir bók sína Fjötrar. Sama ár var hún útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness, fyrst rithöfunda.  

Ísbirnir fá fjóra og hálfa stjörnu í bókarýni Rögnu Gestsdóttur hjá DV þar sem meðal annars segir: 

Sólveig nær að flétta aðalsöguna og hliðarsögurnar saman með spennandi hætti og skrifa sögu sem lesandinn tengir við samtímann og málefni hans og þýtur í gegnum með sama hraða og lögreglan vinnur að rannsókn sinni. Hér má engan tíma missa!

Ísbirnir er hörkuspennandi krimmi um samtímamálefni, bók sem heldur manni í heljargreipum þar til lestri lýkur.“