Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Lokar augum blám

8,690 ISK

Höfundur Margrét S. Höskuldsdóttir

Á miðju sumri hverfa tveir ungir kajakræðarar sporlaust vestur í Dýrafirði. Rannsóknarlögreglumaðurinn Bergur er fluttur á Flateyri og tekur málið að sér, ásamt fyrrverandi samstarfskonu sinni, Rögnu, sem er kölluð vestur. Á sama tíma vinnur par að endurbótum á gömlu

húsi á Flateyri. Eftir ógæfusöm ár í höfuðborginni þrá þau kyrrlátt líf á fallegum stað en húsið reynist eiga sér nöturlega sögu.
 
Lokar augum blám er þriðja bók Margrétar S. Höskuldsdóttur og önnur bókin sem fjallar um lögregluteymið Rögnu og Berg, en sú fyrri, Í djúpinu, kom út 2024. Þetta er Vestfjarðaglæpasaga í klassískum anda sem fær hárin til að rísa.