Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Langt var róið og þungur sjór
8,490 ISK
Höfundur Sigurður Ægisson
Þúsundþjalasmiðurinn Njörður S. Jóhannsson á Siglufirði hefur smíðað á þriðja tug líkana af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum frá 18. og 19. öld. Hér eru myndir af þeim, sannkölluðum listaverkum, og jafnframt er rakin saga þeirra, sem endaði ekki alltaf vel. Samantekt á ensku fylgir í lok bókarinnar.
Höfundur bókarinnar er Sigurður Ægisson, en einn kafla hennar ritar Dalrún Kaldakvísl, doktor í sagnfræði, en hún hefur sérhæft sig í hákarlinum og hákarlaveiðum ef svo má segja og einnig kynnst líkönum Njarðar, sem hún á ekki orð til að lýsa, svo mikil er hrifning hennar á þeim. Kafli hennar fjallar um hákarlamennsku og er gríðarlega fróðlegur.