Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Borðum betur

5,990 ISK

Höfundur Rafn Franklín Johnson Hrafnsso

Rafn Franklín þjálfari og heilsuráðgjafi hefur alla tíð verið heltekinn af mat og næringu en framan af ekki endilega á svo jákvæðan hátt. Heilsuferðalag hans hefur flutt hann úr hlutverki sófakartöflunnar á unglingsaldri, með viðkomu í kraftlyftingum og tilheyrandi magnáti, yfir í lífsstíl sem einkennist af öfgalausu, hreinu og hollu mataræði, jafnvægi og heilbrigði.

Á þeirri vegferð hefur Rafn viðað að sér yfirgripsmikilli þekkingu og sökkt sér ofan í rannsóknir í næringafræði auk þess að kynna sér mataræði mannsins í gegnum árþúsundin og hvað við getum lært af forfeðrum okkar. Þeirri þekkingu miðlar hann í þessari bók á einstaklega áhugaverðan hátt.

Rafn leiðir lesendur á markvissan hátt í gegnum fimm skref til að umbreyta mataræðinu og fullyrðir að það muni umbylta lífi þeirra og byggja upp langvarandi heilbrigði, auk þess sem markmið flestrau m að vera í kjörþyngd sé sjálfgefin hliðarverkun þess.