Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Icelandic Woman

2,990 ISK 1,990 ISK

Höfundur Snæfríður Ingadóttir

Bókin er hugsuð fyrir erlenda ferðamenn sem er full af fróðleik og upplýsingum um íslensku konuna jafnt í máli sem myndum. Bókin hefur bæði afþreyingar- og upplýsingagildi þar sem staðreyndir um íslensku kvenþjóðina eru settar fram á skemmtilegan og áhugaverðan hátt. Tæpt er á sögulegum atriðum, athygli vakin á konum sem allir verða að kannast við, fjallað um staði á Íslandi sem eru eingöngu fyrir konur, íslensk fegrunarráð tíunduð, farið yfir kjör og stöðu íslenskra kvenna, svo fátt eitt sé nefnt.

Efnisatriði bókarinnar eru valin með það í huga að úr verði áhugaverð lesning fyrir erlenda gesti sem veiti þeim innsýn í hver hin íslenska kona er í raun og veru.

Þetta er fimmta bókin sem Snæfríður Ingadóttir og Þorvaldur Örn vinna saman að en þau kynntust á DV fyrir 15 árum þegar Snæfríður starfaði þar sem blaðamaður og Þorvaldur sem ljósmyndari.

Þeirra fyrri bækur eru: Opið hús - menning og matur á Íslandi nútímans, 50 crazy things to do in Iceland, 50 crazy romantic things to do in Iceland og 50 crazy things to taste in Iceland. Bókin er á ensku. Snæfríður Ingadóttir hefur starfað við hina ýmsu fjölmiðla síðastliðin 15 ár, nú síðast sem fréttamaður RÚV á Norðurlandi. Auk þess að sinna greinaskrifum, dagskrárgerð og barnauppeldi, framleiðir hún Tannstrá, tannstöngla úr íslenskum stráum Þorvaldur Örn (ÞÖK) hefur starfað sem ljósmyndari í 22 ár. Fyrst hjá DV og síðan hjá Morgunblaðinu en hefur síðustu ár starfað sem sjálfstæður heimilda- og fréttaljósmyndari. Þorvaldur var formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands í áratug, hefur haldið fjölmargar ljósmyndasýningar bæði hér heima og erlendis og hlotið mörg verðlaun fyrir myndir sínar. Sjá nánar á: www.thorvaldurorn.com