Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Horfumst í augu

4,290 ISK

Höfundur Sigrún Ása Sigmarsdóttir

Ljóðin í þessari sterku og áhrifamiklu bók orti höfundur í minningu eiginmanns síns, Einars Eyjólfssonar (1956–2015). Ljóðin eru hjálpartæki höfundar til að syrgja og leið til að skilja söguna og bæta lífið. Skynjun og tilfinningar eru hornsteinar daglegs lífs og kærleikurinn vísar alltaf veginn. Horfumst í augu er önnur ljóðabók Sigrúnar Ásu Sigmarsdóttur (f.1957) sem sendi frá sér bókina Siffon og damask 2018.