Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Franska sveitabýlið

4,490 ISK

Höfundur Jo Thomas

Staður til að græða hjartasárin og hefja nýtt líf …

Del flutti með Ollie, manninum sínum, í fallegt þorp í Provence í Frakklandi til að hefja nýtt líf eftir margra ára glímu við ófrjósemi. Sex vikum eftir komuna eru þau þó enn og aftur að pakka niður búslóðinni. Skyndilega rennur upp fyrir Del, þegar hún horfir á eftir flutningabílnum aka áleiðis til Englands, hvað muni gera hana hamingjusamari … nýtt líf í Frakklandi – án Ollies!

Nú er Del ein, á ekkert annað en sveitasetur í niðurníðslu, húsnæðisskuldir og nokkrar lofnarblómaplöntur. Hvað í ósköpunum á hún að gera? Hún finnur gamla uppskriftabók í forngripasölu hins myndarlega Fabiens og byrjar að baka. En getur þessi nýja ástríða virkilega hjálpað henni að sleppa tökunum á fortíðinni og finna leiðina að sannri hamingju?