Kúnstpása
4,690 ISK 3,990 ISK
Höfundur Sæunn Gísladóttir
Heimsborgarinn Sóley er nýútskrifaður hljómsveitarstjóri á framabraut í Leipzig sem ætlaði alls ekki að flytja strax aftur heim til Íslands. En þegar heimsfaraldur geisar og öllum tónleikahúsum Evrópu er skellt í lás samþykkir hún að koma heim og reka bókabúð afa síns sumarlangt í heillandi smábæ á hjara veraldar. Og ef þessi óvænta kúnstpása skapaði ekki nógu mikla óreiðu í lífi Sóleyjar bæta kynnin af leiðsögumanninum Óskari sannarlega ekki úr skák.
Um miðja síðustu öld stígur unga ekkjan Sigríður af skipsfjöl í sama smábæ. Hún ætlar að opna verslun í karlaveldi með mótlætinu sem því fylgir. Hún á þó eftir að komast að því að konur eru konum bestar og að það er alltaf ljós við enda ganganna.
Kúnstpása er fyrsta skáldsaga Sæunnar Gísladóttur. Í henni fléttast saman líf og örlög tveggja ungra kvenna á ólíkum tímum. Óvænt tækifæri banka upp á og ástin kveður sér hljóðs þvert á allar fyrirætlanir.
„Það er sjaldgæft – og svolítið sérstakt – að grípa íslenska skáldsögu sem tekur sér fyrir hendur sígilt stef úr erlendum ástarsögum og klæðir það í íslenskan búning. En það gerir Sæunn Gísladóttir í sinni fyrstu skáldsögu, Kúnstpásu...Og útkoman? Já, hún er bæði heillandi og einlæg.“ Lestrarklefinn
Hér má lesa umfjöllun Lestrarklefans um Kúnstpásu
Hér má sjá umfjöllun Kiljunnar um Kúnstpásu
Hér má sjá myndir á Smartlandi úr útgáfuhófi Kúnstpásu
Hér má sjá umfjöllun Vikunnar um Kúntpásu og viðtal við Sæunni höfund bókarinnar
