Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Létt og loftsteikt í Air Fryer - Hollir réttir á hálftíma

6,990 ISK

Höfundur Nathan Anthony

Í þessari fjölbreyttu og efnismiklu bók heldur Nathan Anthony, sem gert hefur garðinn frægan á samfélagsmiðlum undir heitinu Bored of Lunch, áfram að kenna áhugasömum að elda bragðgóðan og fyrirhafnarlítinn heimilismat í air fryer.
Hér er að finna fjölda uppskrifta að hversdagsréttum og máltíðum í anda vinsælla heimsendra rétta, svo sem fiski og frönskum, kjötbollum með marinara-sósu, stökksteiktum kjúklingi og matarmiklu nachos, auk uppskrifta að meðlæti, snarli og sætmeti, og það tekur í mesta lagi hálftíma að reiða fram kræsingarnar.
Matreiðslan er ekki bara fljótleg heldur eru loftsteiktir réttir hitaeiningasnauðari en gengur og gerist þannig að þeirra má njóta með góðri samvisku oft í viku. Heilsusamlegur og seðjandi matur fyrir alla fjölskylduna og uppskriftir sem spara tíma og fyrirhöfn.
Nanna Rögnvaldardóttir þýddi.