Kvíðakynslóðin
6,490 ISK 5,990 ISK
Höfundur Jonathan Haidt
Geðheilsa barna og unglinga hefur versnað svo um munar. Tíðni þunglyndis, kvíða, sjálfsskaða og sjálfsvíga hefur aukist verulega á síðustu árum og í sumum tilvikum er um tvöföldun að ræða. Hvað veldur þessari þróun?
Hér leitar félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt að ástæðunum á bakvið aukninguna. Hann rannsakar eðli bernskunnar fyrr og nú og þá miklu sundrungu sem varð þegar við fórum frá „barnæsku leiksins“ í „barnæsku símans“. Barnæska leiksins byrjaði að hnigna strax á níunda áratug síðustu aldar en með tilkomu snjallsíma hefur hún nánast verið þurrkuð endanlega út. Við ofverndum börnin okkar í raunheimum þar sem þau ættu raunverulega að fá fremur ábyrgð og sjálfstæði til að þroskast í hæfa fullorðna einstaklinga sem vegnar vel en vanverndum þau hrapallega í sýndarheimum. Í bókinni útskýrir hann hvernig þessi þróun hefur truflað félags- og taugaþroska barna sem veldur allt frá svefnleysi til athyglisbrests og fíknar til einmanaleika og sjálfsskaða.
Haidt setur fram skýrt ákall til aðgerða í bókinni. Hann lýsir skrefum sem foreldrar, skólar, tæknifyrirtæki og yfirvöld geta stigið til að binda enda á faraldur geðsjúkdóma og um leið endurheimt manneskjulegri æsku fyrir börnin okkar og þar af leiðandi bjartari framtíð.
Kvíðakynslóðin gæti verið ein mikilvægasta bók okkar tíma.
Djúpvitur … mikilvæg og heillandi.“
New York Times
„Skyldulesning fyrir alla sem eru uppalendur, vinna með eða kenna börnum og ungu fólki … ég kann að meta að hann útskýrir ekki bara vandamálið heldur færir fram alvöru lausnir sem vert er að taka mark á.“
Bill Gates