Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Aftenging

8,690 ISK

Höfundur Árni Helgason

Fimm gamlir vinir ákveða að kúpla sig út úr amstri hversdagsins og bregða sér um helgi út í eyjuna Grið. Á þessari eyðieyju hefur auðmaður byggt upp íburðarmikla aðstöðu þar sem gestir geta slakað á og aftengst snjallsímum og samfélagsmiðlum enda nær ekkert netsamband á eyjunni.

Barnlaus helgi í bústað með besta fólkinu, eins og Facebook-grúppa helgarinnar heitir, tekur hins vegar óvænta stefnu þegar fréttir fara að berast í gegnum stopult netsambandið um víðtækan gagnaleka í þjóðfélaginu.

Aftenging er fyrsta skáldsaga Árna Helgasonar; hvöss en glettin saga úr samtímanum um fólk sem baslar í sínu – og hvernig vináttu reiðir af á tímum þar sem tækin þekkja okkur betur en við sjálf og gleyma engu.