Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Ást í óskilum

4,690 ISK

Höfundur Beth O'Leary

Jólin nálgast á gamla fallega heilsuhótelinu og þótt dagar þess séu líklega taldir keppist starfsfólkið við að skreyta það. Izzy og Lucas starfa saman í gestamóttökunni en þola ekki hvort annað og fara á engan hátt leynt með það.

Izzy gleymir ekki niðurlægingunni eftir að hún tjáði Lucasi ást sína en hann hafnaði henni á andstyggilegan hátt og sneri sér þess í stað að vinkonu hennar. Lucas þolir ekki Izzy og skilur ekki af hverju öllum finnst hún æðisleg.

Í von um að forða hótelinu frá gjaldþroti er ákveðið að selja alla ósótta muni sem hafa safnast upp. Þar á meðal eru fimm verðmætir hringar en þegar Izzy hefur uppi á eiganda eins þeirra sem greiðir vegleg fundarlaun hefst kapphlaup milli Lucasar og hennar um að finna eigendur hinna hringanna. Í baráttunni við að bjarga ástkærum vinnustað og halda starfinu verður samband þeirra Izzyar og Lucasar æ flóknara.


Ást í óskilum er rómantísk og fyndin saga með heillandi og eftirminnilegum persónum.