Dauðinn og stúlkan
4,690 ISK
Höfundur Guillaume Musso
Fyrir tuttugu og fimm árum átti hin glæsilega nítján ára gamla Vinca Rockwell í leynilegu ástarsambandi við kennara sinn. Í hennar augum var ástin allt eða ekkert. Þau áttu stefnumót eina vetrarnótt.
Manon, Thomas og Maxime hafa ekki talað saman síðan þau útskrifuðust, fyrir tuttugu og fimm árum, en munu nú hittast á bekkjarmóti. Mun sannleikurinn um það sem raunverulega gerðist þessa örlagaríku vetrarnótt koma í ljós?
Guillaume Musso er langsamlega vinsælasti höfundur Frakklands þessi árin og hafa skáldsögur hans verið þýddar á 40 tungumál og selst í yfir 33 milljónum eintaka um allan heim. Hann fæddist í Antibes í Suður-Frakklandi og býr í París. Þessi bók gerist í fæðingarbæ hans og er sannkallaður vegvísir um Antibes og sveitirnar umhverfis.
Kristín Jónsdóttir þýddi úr frönsku.