Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Himintungl yfir heimsins ystu brún - kilja

4,690 ISK

Höfundur Jón Kalman Stefánsson

Hvort er mikilvægara, að segja sannleikann eða vernda þá sem maður
elskar? Árið er 1615, og veröldin er gengin úr lagi, því jörðin
er ekki lengur miðdepill alheimsins. Presturinn Pétur á Meyjarhóli
skrifar bréf – eða skýrslu, jafnvel ákæruskjal – til að henda
reiður á atburðum sem hafa skekið sveitina á Brúnasandi og kippt
stoðum undan tilveru hans og ástvina hans.

Himintungl yfir heimsins ystu brún er saga sem talar til samtímans
aftan úr öldum, um ástina, mennskuna og ábyrgðina sem við berum
hvert á öðru. Hún dregur upp ljóslifandi mynd af opinni, forvitinni
og ástríðufullri öld, þar sem ný vísindi takast á við trúna,
og penninn er beittari en sverðið.

Jón Kalman Stefánsson er fæddur árið 1963. Himintungl yfir
heimsins ystu brún er hans fimmtánda skáldsaga. Fjarvera þín er
myrkur (2020) hlaut virt frönsk verðlaun LePoint og France Inter sem
besta þýdda skáldsagan vorið 2022. Jón Kalman hlaut Íslensku
bókmenntaverðlaunin árið 2005 fyrir Sumarljós, og svo kemur
nóttin.

Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál.