Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Hobbitinn

7,690 ISK

Höfundur J.R.R. Tolkien

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Hobbitann eftir J.R.R. Tolkien þarf vart að kynna. Góðu fréttirnar eru að nú er bókin loks fáanleg á ný fyrir lesendur á Íslandi. Í nýrri þýðingu Solveigar Sifjar Hreiðarsdóttur með ljóðaþýðingum Braga Valdimars Skúlasonar. www.kver.is

Í holu einni í jörðinni bjó hobbiti ... Svona byrjar sagan ógleymanlega um Bilbó Bagga, lágvaxna hobbitann, þennan friðelskandi og rólynda náunga sem býr í notalegri og ástkærri hobbitaholunni sinni. Hann veit fátt betra en að borða og fá til sín gesti en ekkert er fjær huga hans en að fara í einhverja ævintýraför langt frá holunni sinni. Dag einn breytist þó líf hans þegar vitkinn Gandalfur birtist ásamt þrettán dvergum og heimtar að hobbitinn haldi með þeim í hættulegan leiðangur til að ná fjársjóði sem drekinn Smeyginn liggur á. Ný þýðing Solveigar Sifjar Hreiðarsdóttur með ljóðaþýðingum Braga Valdimars Skúlasonar.