Kvöldsónatan
8,690 ISK
Höfundur Ólafur Jóhann Ólafsson
„Kannski er bara við sjálfan mig að sakast. Þannig er það yfirleitt þótt ekki sé auðvelt að horfast í augu við það. Fólk lítur sjaldnast í eigin barm. En ég þekki brotalamirnar í sjálfum mér enda hef ég haft nægan tíma til að rannsaka þær.“
Ungur drengur fylgist með föður sínum hjálpa erlendum hjónum að flytja flygil inn í húsið beint á móti heimili hans í Suðurgötu árið 1949. Sá atburður á eftir að hafa mikil áhrif á framtíð hans. Eftir glæsilegan tónlistarferil ytra snýr hann loks aftur heim til Íslands í ferð sem neyðir hann til að horfast í augu við sjálfan sig og líf sitt, mistök sín og það sem hann hefur gert sjálfum sér og öðrum.
Kvöldsónatan eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er frábærlega fléttuð og áhrifamikil skáldsaga um hæfileika og fórnfýsi, blekkingu og afhjúpun, sekt, heiðarleika – og óbærilegan söknuð.