Lagalisti ástarinnar
4,490 ISK
Höfundur Abby Jimenez
Manstu eftir Sloan, bestu vinkonu Kristen úr Bara vinir?
Heimur Sloan hrundi þegar hún missti unnusta sinn nokkrum vikum áður en þau ætluðu að gifta sig. Tveimur árum seinna hefur hún ekki enn náð tökum á lífi sínu.
En hundurinn Tucker, sem stökk inn um topplúguna á bílnum hennar og mændi á hana biðjandi hvolpaaugum, er um það bil að breyta öllu til batnaðar.
Eftir margar árangurslausar tilraunir gefst Sloan upp á að finna eiganda Tuckers. Þegar eigandinn, Jason, hefur loks samband og vill fá hundinn sinn aftur er Sloan hreint út ekki á því að gefa hann eftir baráttulaust.
Við taka samningaviðræður sem breytast fljótt í daðursleg skilaboð sem þróast yfir í löng símtöl. Jason er indæll, fyndinn og heitur. Hver veit hvað gerist þegar þau hittast loksins? Og stóra spurningin…þar sem Jason er tónlistarmaður á barmi heimsfrægðar, er pláss fyrir Sloan í lífi hans? Stefnir hún í aðra hjartasorg? Og myndi hún lifa það af?