Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Lausaletur
8,690 ISK
Höfundur Þórdís Helgadóttir
Regnið steypist yfir borgina og fáir eru á ferli. Það hefur ekki sést gestur á prentsafninu vikum saman. Björn og Írena drekka kaffi, endurraða í safnbúðinni og dytta að vélunum. Nágrannakötturinn kemur inn úr rigningunni, það er hápunktur dagsins. Þau spjalla og drekka kaffi, hundsa draugaganginn í prentvélunum og bæla niður langanir og eftirsjá, einsemd og ótta. Þessi heimsfaraldur er allt öðruvísi en sá síðasti. Írena hugsar um eiginkonuna sem sjúkdómurinn hrifsaði, Björn hefur á tilfinningunni að þetta hafi allt gerst áður. Nú kemur nágrannakötturinn inn úr rigningunni. Einhvers staðar þarna úti er óvæntur gestur á leiðinni, einmitt í dag, þegar borgin stendur á heljarþröm.
Lausaletur er magnþrungin skáldsaga um vinnuhjónaband, heimsendi og prentsögu.
Þórdís Helgadóttir hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Maístjörnunnar.